Hádegisfundur með Höllu Tómasdóttur

Halla Tómasdóttir frumkvöðull og fv.forsetaframbjóðandi heimsótti okkar og hélt fyrirlestur í hádeginu föstudaginn 2.mars 2018 á Hótel Selfoss. Um 50 manns mættu, Atorkufélagar, gestir þeirra og aðrir gestir.

Aldeilis frábær fyrirlestur þar sem Halla fór m.a. yfir leiðtogahlutverkið, bæði í lífi og starfi, sagði frá persónulegri reynslu sinni sem stjórnandi, frumkvöðull og forsetaframbjóðandi og setti í samhengi hvað hún telur skipta sköpum til að ná árangri sem leiðtogi, þá bæði í starfi og ekki síður í eigin lífi.

Það var gerður góður rómur að erindi Höllu, enda hefur hún margt til málanna að leggja og frábær hugsuður, setur hlutina í samhengi og segir vel og skemmtilega frá.

Þetta var þriðji hádegis fyrirlesturinn okkar í vetur og hafa þeir verið hver öðrum betri.